Bendill býður uppá áhugasviðskönnun og upplýsingar um nám og störf. Bendill kemur að góðum notum þegar velja þarf nám eða framtíðar starf.

Velkomin á nýja heimasíðu Bendils

Kæru notendur

Bendill samanstendur af þremur áhugakönnunum, upplýsingaveitum og umsjónarkerfi fyrir notendur. Allir hlutar Bendils hafa verið uppfærðir og eru nú aðgengilegir í spjaldtölvum og snjallsímum.

Náms- og starfsráðgjafar geta skráð sig á eigin umsjónarsvæði aðgangsorða fyrir ráðþega undir flipanum umsjón hér efst til hægri.

Uppfærslu Bendils í heild er að mestu lokið. Enn er þó unnið að upplýsingaveitu um nám og störf, framhaldsskólahluta. Sú breyting var gerð að námsbrautir framhaldsskóla birtast ekki lengur á niðurstöðumynd í Bendli-I. Í upplýsingaveitu um nám og störf er unnið að Holland flokkun allra námsbrauta samkvæmt nýrri námskrá. Upplýsingaveitan kemur í stað myndrænnar framsetningar á framboði námsbrauta. Áætlað er að þessari vinnu ljúki í haust og tilkynnt verður formlega um opnun.

Réttindanámskeið verður næst haldið í október 2017, sjá nánar hér.

 Takk fyrir þolinmæðina meðan á þessum breytingum stóð og gangi ykkur vel að nota nýjan og bættan Bendil.Áhugakannanir

Mat á starfsáhuga

Mikilvægt er að taka mið af eigin áhugasviðum þegar ákvarðanir um nám og störf eru teknar. Bendill er samheiti fyrir þrjár kannanir sem meta starfsáhuga fólks á ólíkum aldri. Niðurstöður birtast myndrænt. Bendill ýtir undir sjálfsskilning og öflun upplýsinga um nám og störf.  Sérhönnuð upplýsingaveita hjálpar til við markvissa og skilvirka leit að námi og störfum. Bendil er aðeins hægt að nálgast með því að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa sem aðstoða við fyrirlögn, túlkun og næstu skref. 

Bendill - I metur sex almenn áhugasvið og miðast fyrst og fremst við þarfir grunnskólanema á lokaári á leið í áframhaldandi nám í framhaldsskóla eða til starfa.  

Bendill - II  metur sex almenn áhugasvið og brýtur starfsáhuga einnig niður í 28 sértækari undirsvið. Hann miðast helst við þarfir ungs fólks á aldrinum 16-25 ára bæði meðan á námi stendur og að því loknu.

Bendill - III metur sex almenn áhugasvið og einnig 27 sértæk undirsvið. Hann tekur mið af þörfum fullorðinna sem hafa hug á háskólanámi fyrst og fremst.


Upplýsingar um nám og störf á Íslandi

Hér eru tenglar á allt háskólanám í boði á Íslandi, flokkað eftir sex megin áhugasviðum (HVLFAS) Hollands.

Háskólagreinar - á Íslandi

Hér eru tenglar á framhaldsskólanám sem er í boði á Íslandi, flokkað eftir sex megin áhugasviðum (HVLFAS) Hollands.

Námsbrautir framhaldsskóla


Hvaða nám og starf hentar þér? Er það á: handverkssviði? vísindasviði? listasviði? félagssviði? athafnasviði? skipulagssviði?

Bendill hjálpar þér að kanna málið og leita svara